Flásaga
Andrew Losowsky er breskur blaðamaður, rithöfundur, og ljósmyndari. Undanfarin tvö á hefur hann unnið að verkefninu Flicktion: Doorbells of Florence sem fólst í því að taka ljósmyndir af dyrabjöllum í Flórens, setja myndirnar á flickr og skrifa smásögu um hverja mynd (flickr + fiction = flicktion). Verkefninu er nú lokið og hafa sögurnar verið gefnar út á bókarformi.
Eftir að hafa notið þess að lesa nokkrar af flásögum (flickr smásögum) Andrews ákvað ég í morgun að spreyta mig á að skrifa mína eigin flásögu. Mér finnst þetta nokkuð skondið sagnaform og er að spá í að leggja í nokkrar flásögur í viðbót þegar fram líða stundir.