Pappakassar ?>

Pappakassar

Ég varð mér í gær úti um nokkra pappakassa og byrjaði að pakka saman mínu hafurtaski. Dagar mínir hér í Amsterdam verða brátt taldir. Það er kominn tími til að flytja sig um set — færa sig aftar í stafrófsröð borga í útlöndum. Ég fer þó ekki langt aftur í stafrófið. Ég mun setja stefnuna suður á bóginn. Nánar tiltekið til Spánar. Enn nánar tiltekið til Barcelona. Nánar get ég ekki tiltekið að sinni. Ég á nefnilega eftir að finna mér dvalarstað í borginni. Ég verð þó að hafa frekar hraðar hendur í þeim efnum því að fyrsta mars byrja ég að vinna fyrir Yahoo! Research í Barcelona.

Skildu eftir svar