Marslestur ?>

Marslestur

Eftir að hafa lokið við að lesa eða hlusta á þrjár bækur á mánuði í janúar og febrúar þá riðlaðist lestrarplanið í mars. Ég náði einungis að klára tvær bækur. Eina hljóðbók og eina kilju.

Fyrri bók mánaðarins var hljóðbókarútgáfa Born to Run eftir Crhistopher McDougall. Eins og titillinn bendir til þá er megin þema bókarinnar að leiða að því rökum að mannfólkið sé fætt til þess að hlaupa. Eins og langhlaupurum sæmir þá fer Chris yfir víðan völl í bókinni. Megin þráður bókarinnar er saga frá því þegar höfundurinn hóf að leita uppi leyndarmál langhlaupara meðal Tarahumara þjóðflokksins í Mexíkó. Inn í söguna blandast sögur af öðrum afburða langhlaupurum sem og kenningar um það hvernig hlaup eru manninum í blóð borin. Ég hafði gaman að bókinni — bæði sögunum af hlaupandi furðufuglum og fróðleik um langhlaup sem fékk mig til þess að endurskoða mína eigin hlaup. [ritdómur á goodreads]

Seinni bók mánaðarins var Landslag er aldrei asnalegt eftir Bergsvein Birgisson. Bókin er sett upp sem dagbók íslensks trillukarls af norðanverðum Vestfjörðum. Söguþráðurinn er prýðilegur og persónusköpunin nokkuð góð. Þó svo að bókin hafi hvorki skilið mikið eftir sig né vakið upp sterkar tilfinningar þá var hún fínasta afþreying. [ritdómur á goodreads]

One thought on “Marslestur

Comments are closed.

Comments are closed.