Febrúarbækur
Fyrir mánuði síðan kom ég út úr bókaskápnum, viðurkenndi lestrarleti mína, hleypti lestrarátaki af stokkunum og tilkynnti umheiminum frá því að ég stefndi að því að klára þrjár bækur í hverjum mánuði þessa árs. Nú er febrúar senn liðinn og rétt að greina frá því hvernig mér miðar áfram. Í síðustu færslu steig ég varlega til jarðar með því að skilgeina markmið mitt þannig að bók teldist með ef hún væri kláruð í mánuðinum, óháð því hvenær ég byrjaði á…