Browsed by
Month: febrúar 2013

Febrúarbækur ?>

Febrúarbækur

Fyrir mánuði síðan kom ég út úr bókaskápnum, viðurkenndi lestrarleti mína, hleypti lestrarátaki af stokkunum og tilkynnti umheiminum frá því að ég stefndi að því að klára þrjár bækur í hverjum mánuði þessa árs. Nú er febrúar senn liðinn og rétt að greina frá því hvernig mér miðar áfram. Í síðustu færslu steig ég varlega til jarðar með því að skilgeina markmið mitt þannig að bók teldist með ef hún væri kláruð í mánuðinum, óháð því hvenær ég byrjaði á…

Read More Read More

Má ég gista hjá þér í nótt? ?>

Má ég gista hjá þér í nótt?

Ég gekk í gærkvöldi eftir stræti í Barcelona, á heimleið heim eftir að hafa spjallað við vin minn yfir bjór á kránni, þegar ung kona stöðvaði mig á förnum vegi. „Má ég gista hjá þér í nótt?“ spurði hún. Það tók mig nokkur andartök að melta spurninguna. Hún gekk á lagið og hélt áfram að flytja sitt mál. „Ég bý á götunni. Sef í anddyrum banka. Það er mjög hættulegt fyrir konur, þú veist. Má ég gista hjá þér? Bara…

Read More Read More

Janúarlestur ?>

Janúarlestur

Ég hef verið óánægður með það undanfarið hversu óduglegur ég hef verið við bókalestur. Til þess að gera bragarbót í þeim efnum ákvað ég í ársbyrjun að hrinda af stað lestrarátaki og einsetja mér að klára að minnsta kosti þrjár bækur á mánuði út árið 2013. Til þess að halda sjálfum mér við efnið þá taldi ég best að hóta sjálfum mér refsingu ef ég stæði ekki við fyrirheitið. Eftir talsverða íhugun þá ályktaði ég að hæfileg refsing fyrir brot…

Read More Read More