Suður Ameríka ?>

Suður Ameríka

Lagði land undir væng í dag og ferðaðist u.þ.b. níuþúsund kílómetra í suðvestur. Eftir rúmlega ellefu tíma flug lennti ég á alþjóðaflugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu. Borgin er fyrsti viðkomustaður minn í mánaðarlöngu ferðalagi um Suður Ameríku.

Þar sem þetta er í annað sinn sem ég heimsæki heimsálfuna, landið og borgina þá hefur umhverfið enn sem komið er komið kunnuglega fyrir sjónir. Það mun hjálpa mér við að laga mig að Suður Amerískum lífsstíl.

Þegar ég stillti úrið mitt á rétt tímabelti þá var ég minntur á það sem kom mér talsvert á óvart þegar ég ferðaðist hingað í fyrsta sinn. Suður Ameríka liggur mun austar en ég gerði mér grein fyrir. Ég þurfti því einungis að færa úrið aftur um þrjá tíma.

Skömmu eftir að ég stillti úrið mitt þá var ég minntur á næsta aðlögunarskref. Það þýðir ekkert að vera með augun stanslaust á úrinu. Jafnvel þótt ég sé ýmsu vanur varðandi hægagang og rólegheit á Spáni þá þarf ég næsta mánuðinn að slaka en frekar á og ekki treysta um of á að tímaáætanir standist.

Þótt hún hafi verið sein þá skilaði flugvallarrútan mér á endanum inn í borgina. Nú ætla ég að fara snemma í háttinn og halda aðlöguninni áfram í fyrramálið.

Comments are closed.