Hestar og köngulær
Eftir að hafa eytt tveimur morgnum með villtum dýrum þá var í morgun kominn tími á að kynnast betur húsdýrum staðarins. Við skelltum okkur í útreiðartúr á nokkrum hestum búgarðsins. Við riðum þrettán kílómetra hring um svæðið sem tilheyrir búgarðinum. Mestur hluti túrsins var farinn í hægagandi en af og til hleyptum við hestunum á trott og gallop. Ég er ekki meiri hestamaður en það að ég hef ekki nokkra hugmynd um það hvaða gangtegundum íslenska hestsins trott og gallop…