Itaipu ?>

Itaipu

Í dag lá leiðin að landamærum Brasilíu og Paraguay til þess að skoða eina af stærri vatnsaflsvirkjunum heimsins — Itaipu virkjuninina. Ég hafði fyrirfram hugsað mér að fara í allsherjar túr um virkjunina og skoða hana bæði að utan sem innan. Ég var hins vegar heldur seint á ferðinni og hafði ekki pantað neitt fyrirfram. Þess vegna bauðst mér einungis að fara í allherjartúr seinnipart dags. Þar sem ég hætti þar með á að missa af síðasta strætisvagninum til Argentínu þá ákvað ég að láta mér nægja að skoða ytra byrði virkjunarinnar, stífluna og lónið.

Itaipu Dam

Túrinn var hinn ágætasti og við fengum gott útsýni yfir stífluna, þann hluta lónsins sem næstur var stíflunni og tengivirkin tvö — þ.e. tenginguna við net Brasilíu og Paraguay. Itaipu virkjunin er sameign Brasilíu og Paraguay. Orkan sem virkjunin framleiðir skiptist jafnt á milli þjóðanna tveggja. Brasilía fær 50% og Paraguay 50%. Paraguay selur hins vegar Brasilíu 80% af sínum hlut og flæðir því 90% orkunnar um net Brasilíu en 10% um net Paraguay. Virkjunin stendur undir um 90% af orkuþörf Paraguay en einungis 20% af orkuþörf Brasilíu.

Eftir síðbúinn háegismat tók ég strætó yfir landamærin til Argentínu. Það gekk hratt og vel fyrir sig að fara í gegnum landamæraeftirlitið. Svo hratt að ég gleymdi að skila miðanum sem brasilísk yfirvöld krefjast að ferðalangar skili er þeir yfirgefa landið. Við sjáum til hvort það eigi eftir að koma í bakið á mér síðar.

Quilmes Stout

Á leiðinnni rabbaði ég við brasilískan ferðalang á tungumáli sem kallast portúspænska — þ.e. hann talaði portúgölsku og ég spænsku. Eftri að við höfðum lokið af forlegheitunum um það hvaðan við værum þá talaði hann um ferðalag sitt um Suður Ameríku. Þar sem hann talaði portúgölskuna afar hratt þá náði ég ekki nema litlum hluta af því sem hann var að segja. Ég nennti ekki að vera að biðja hann um að hægja á sér heldur beið bara eftir því að hann gerði hlé á máli sínu og ég gæti tekið við og þulið mína ferðasögu á spænsku.

Þegar til Argentínu var komið skipti ég reölunum mínum í peseta, keypti mér rútumiða fyrir næsta ferðalag mitt og settist svo niður á það sem virtist aðal kráin í bænum og fékk mér argentínskan bjór.

Comments are closed.