Alta Gracia
Ég skrapp ásamt gestgjöfum mínum til bæjarins Alta Gracia sem er um þjátíu kílómetrum sunnan við Córdoba. Bærinn er aðallega þekktur fyrir tvennt. Annars vegar er þar gamalt klaustur jesúíta sem hefur verið breytt í safn. Hins vegar er það æskuheimili Ernesto ,,Che´´ Guevara sem hefur einnig verið breytt í safn.
Jesúíta klaustrið hafði til sýnis samsafn af munum frá tímum jesúítanna á sautjándu og átjándu öld, auk muna frá hefðarfólki sem breytti klaustrinu í híbýli sín síðar.
Á æskuheimili Che Guevara var farið yfir ævi byltingarhetjunnar í máli og myndum. Allt frá æsku hans í Alta Gracia, námi hans í Córdoba, ferðum hans um Suður Ameríku og hlutverki hans í byltingunni á Kúbu.
Eftir stutt stopp á bar í Córdoba var svo kominn tími á að halda ferðinni áfram með því að stökkva upp í rútu og setja stefnuna á Buenos Aires.