Svartavatn
Ég fékk mér heitt súkkulaði í Svissnesku Nýlendunni (Colonia Suiza) eftir að hafa lokið tveggja daga göngutúr upp að Svartavatni (Laguna Negra) í Nahuel Huapi þjóðgarðinum í argentínska hluta Norður Patagóníu. Gangan hófts daginn áður í útjaðri Svissnesku Nýlendunnar. Ég þrammaði í rólegheitunum eftir vel merktri leið í gegnum fallegan skóginn. Það má segja að ég hafi sniglast áfram með húsið mitt bakpokann minn á bakinu. Leiðin var í sjálfu sér ekkert strembin en þar sem ég var með um…