Mynnisleysi
Í morgun sat ég með rauðan penna í hönd og las yfir handrit að smásagnasafninu mínu. Neðst á einni blaðsíðunni kom ég auga á orðið mynnisleysi. Rauði penninn fór á flug og skipti ufsiloninu út fyrir einfaldari staf. Þó ég væri að vissu leyti sáttur við það að nú væri einni stafsetningarvillunni færra í handritinu þá sá ég samt sem áður á eftir mynnisleysinu. Mér fannst eitthvað svo fallegt við orðið. Það væri synd að láta það fara til spillis….