Nýtt ár … gamlar gjörðir
Í upphafi nýs árs er ekki úr vegi að prófa eitthvað nýtt. Á þessum nýársdegi ákvað ég hins vegar að prófa eitthvað gamalt. Eitthvað gamalt sem ég hafði ekki prófað um all langt skeið. Það brann á mér að prófa að skrifa í dagbókina mína. Tilgangurinn var að sýna sjálfum mér fram á að það væri ekkert sérlega mikið mál að hrista svo sem eina dagbókarfærslu fram úr erminni öðru hvoru. Þó það væri ekki nema til þess að deila nýlegri ljósmynd. Hvort þetta er upphafið af frekari dagbókarskrifum skal ósagt látið. Það mun bara koma í ljós.