Er stysta röðin ávallt best?
Ég flaug í dag frá Barcelónu til Madrídar. Líkt og fyrri daginn þá spurði ég mig áleitinnar spurningar við innritunarborðið. Að þessu sinni spurði ég mig hvort stysta röðin væri ávallt sú besta. Ég spurði mig þessarar spurningar eftir að hafa valið stystu röðina við innritunarborðin. Við borðið stóðu kona og lítil stúlka. Fyrir framan mig í röðinni var portúgalskt par. Það var allt og sumt. Það gekk hægt að rita inn konuna og stúlkuna. Konan sem vann við innritunarborðið…