Browsed by
Month: janúar 2012

Er stysta röðin ávallt best? ?>

Er stysta röðin ávallt best?

Ég flaug í dag frá Barcelónu til Madrídar. Líkt og fyrri daginn þá spurði ég mig áleitinnar spurningar við innritunarborðið. Að þessu sinni spurði ég mig hvort stysta röðin væri ávallt sú besta. Ég spurði mig þessarar spurningar eftir að hafa valið stystu röðina við innritunarborðin. Við borðið stóðu kona og lítil stúlka. Fyrir framan mig í röðinni var portúgalskt par. Það var allt og sumt. Það gekk hægt að rita inn konuna og stúlkuna. Konan sem vann við innritunarborðið…

Read More Read More

700 grömm af heilbrigðri skynsemi ?>

700 grömm af heilbrigðri skynsemi

Ég flaug um daginn með easyJet frá London til Barcelona. Sú flugferð fékk mig til þess að velta fyrir því vægi sem reglur hafa í okkar daglega lífi á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Við innritunarborðið var mér tjáð að ferðataskan mín væri of þung — 21,6 kíló — 1,6 kílóum yfir hámarksþyngd. Í stað þess að rukka mig þegar í stað þá spurði stafsmaðurinn við innritunarborðið hvort ég gæti ekki flutt eitthvað úr ferðatöskunni yfir í handfarangurinn minn. ,,Rúmt eitt og…

Read More Read More

Nýtt ár … gamlar gjörðir ?>

Nýtt ár … gamlar gjörðir

Í upphafi nýs árs er ekki úr vegi að prófa eitthvað nýtt. Á þessum nýársdegi ákvað ég hins vegar að prófa eitthvað gamalt. Eitthvað gamalt sem ég hafði ekki prófað um all langt skeið. Það brann á mér að prófa að skrifa í dagbókina mína. Tilgangurinn var að sýna sjálfum mér fram á að það væri ekkert sérlega mikið mál að hrista svo sem eina dagbókarfærslu fram úr erminni öðru hvoru. Þó það væri ekki nema til þess að deila…

Read More Read More