Tíu ára útivera
Á þessum degi fyrir tíu árum pakkaði ég nokkrum sokkum, nokkrum bókum, og fleiru niður í ferðatösku. Ég yfirgaf litla Ísland og hélt á vit ævintýranna úti í hinum stóra heimi. Ég tók flugið til Amsterdam þar sem ég hugðist læra rökfræði. Á þessum tímamótum er því við hæfi að líta um öxl og líta yfir farinn veg. Þó svo að rökfræði hafi orðið fyir valinu þá beitti ég ekki mikilli rökfræði við valið. Ég hafði verið að lesa bók…