Heimamenn eða Mannheimamenn
Óli Stef og félagar Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað til Barcelona blundaði í mér sú hugmynd að það gæti værið gaman að skella sér á handboltaleik. Ég viðraði þessa hugmynd við nokkra vinnufélaga og aðra félaga með það fyrir augum að fá einhvern með mér á leik. Ég nennti ekki einn. Viðbrögðin sem ég fékk við þeirri hugmynd minni voru að jafnaði eitthvað á þessa leið: Handbolti, er það einhvers konar íþrótt? Það leið því ekki á löngu…