Fagnaðar(ó)læti ?>

Fagnaðar(ó)læti

Fan

Í gær varð Barça spænskur meistari annað árið í röð. Ég skrapp ásamt nokkrum kunningjum niður á Katalóníutorg til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Þúsundir stuðningsmanna Barça voru mættir á torgið til þess að fagna. Mestur fögnuðurinn var við „Las Canaletas“ — brunna efst á Römblunni. Fólk söng, hoppaði, veifaði fánum, kveikti á blysum og sprengdi púðurkerlingar meisturunum til heiðurs.

Fagnaðarlætin fóru vel fram til þess að byrja með og ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Eins og venja er hér um slóðir breyttust fagnaðarlætin í fagnaðarólæti þegar líða tók á nóttina. Hundraðogfjórir óeirðaseggir voru handteknir og hundraðognítján særðust — enginn þó alvarlega.

Celebrating

Á meðan óeirðunum stóð var ég bæði fjarri góðu gamni og nærri góðu gamni. Ég sat í hinu mesta óeirðarleysi á bar í nágrenninu og sötraði bjór í rólegheitum ásamt kunningjunum.

www.flickr.com

borkur.net’s Barça Campeones 2010 photoset

Skildu eftir svar