Browsed by
Month: maí 2010

Fagnaðar(ó)læti ?>

Fagnaðar(ó)læti

Í gær varð Barça spænskur meistari annað árið í röð. Ég skrapp ásamt nokkrum kunningjum niður á Katalóníutorg til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Þúsundir stuðningsmanna Barça voru mættir á torgið til þess að fagna. Mestur fögnuðurinn var við „Las Canaletas“ — brunna efst á Römblunni. Fólk söng, hoppaði, veifaði fánum, kveikti á blysum og sprengdi púðurkerlingar meisturunum til heiðurs. Fagnaðarlætin fóru vel fram til þess að byrja með og ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Eins og venja…

Read More Read More

Hornalínustrætið ?>

Hornalínustrætið

Ég skokkaði í morgun fram og til baka eftir efri hluta Avinguda Diagonal — Hornarlínustrætinu — sem liggur skáhallt í gegnum annars vandlega rúðustrikað Eixample hverfið. Diagonal strætið er um margt sérkennilegt fyrirbæri. Þrátt fyrir að vera ein af helstu umferðaræðum Barcelona þá er hún einnig talsvert vinsælt útivistarsvæði meðal skokkara, hjólreiðafólks og línuskautara. Það sem mér finnst sérkennilegast við götuna er hins vegar skipulagsleysi — eða réttara sagt fjölbreyni í skipulagi. Engir tveir hlutar götunnar eru eins og á…

Read More Read More