Skilgreining á grænmetisætu
Ég heyrði yfir hádegismatnum áhugaverða skilgreiningu á grænmetisætu:
,,Grænmetisæta er hver sá sem hefur sérþarfir varðandi mataræði — til dæmis sá sem ekki borðar grænmeti.''
Í fyrstu fannst mér skilgreiningin vera algerlega út í hött. Þegar ég var búinn að melta hana í smá tíma þá fannst mér hún líkjast sjálfum mér — hún var ekki eins vitlaus og hún leit út fyrir að vera.
Við þekkjum öll grænmetisætur sem borða samt ávexti. Flest þekkjum við grænmetisætur sem borða samt fisk. Ég þekkti einu sinni grænmetisætu sem borðaði samt kjöt þegar kærastan sá ekki til. Hvers vegna ætti ekki að vera til grænmetisæta sem borðar samt næstum allt — nema þá helst grænmeti?