Browsed by
Month: janúar 2010

Skilgreining á grænmetisætu ?>

Skilgreining á grænmetisætu

Ég heyrði yfir hádegismatnum áhugaverða skilgreiningu á grænmetisætu: ,,Grænmetisæta er hver sá sem hefur sérþarfir varðandi mataræði — til dæmis sá sem ekki borðar grænmeti.'' Í fyrstu fannst mér skilgreiningin vera algerlega út í hött. Þegar ég var búinn að melta hana í smá tíma þá fannst mér hún líkjast sjálfum mér — hún var ekki eins vitlaus og hún leit út fyrir að vera. Við þekkjum öll grænmetisætur sem borða samt ávexti. Flest þekkjum við grænmetisætur sem borða samt…

Read More Read More

Ekki alltaf jólin ?>

Ekki alltaf jólin

Það eru ekki alltaf jólin. Það má segja að jólunum hafi lokið formlega hjá mér í gær. Ég kláraði síðustu jólaskáldsöguna og borðaði síðasta molann af jólakonfektinu. Nú tekur við blákaldur hversdagsleikinn. Ég get þó ornað mér við það að ég á eina jólasögu eftir — mannkynssöguna. Seint kemur að mannkynssögulokum og endalaust hægt að glugga í hana. Hversdagsleikinn verður því ekki eins blákaldur og spálíkönin gerðu ráð fyrir. Hann verður hins vegar ekki eins sætur og jólin — en…

Read More Read More

Heimkoma ?>

Heimkoma

Þó ég hafi gaman að ferðalögum þá finnst mér alltaf gott að koma heim. Þannig var því einnig háttað í gær. Þó ég hefði gert góða reisu um suðurlandið þá naut ég þess að koma heim. Það má þó segja að aðkoman hafi að vissu leyti verið heldur hrottaleg. Allt var slétt og fellt í stofunni en hrottinn beið mín í svefnherberginu. Uppi í hillu voru tvær íslenskar glæpasögur sem ég hafði fengið í jólagjöf. Ég beið ekki boðanna, greip…

Read More Read More

Nýtt ár ?>

Nýtt ár

Ég sit nú í lest sem geysist í áttina til Barcelona. Ferdalag mitt um Spán er brátt á enda. Ég fagnadi nýju ári med nokkrum tugum thúsunda Spánverja á Puerta del Sol torginu í Madrid. Thad var Evrópuandi yfir hátídahöldunum í tilefni thess ad Spánn er nú í forsæti fyrir Evrópusambandid. Ég tók sídan fyrsta dag ársins rólega. Ég byrjadi á thví ad rölta um El Retiro gardinn en plantadi mér sídan nidur á bar eftir hádegismatinn med skáldsögu í…

Read More Read More