Sevilla og appelsínur
Ég ákvad ad sofa út í morgun. Thegar ég gekk út í rigningarúdann klukkan korter yfir tíu velti ég thví fyrir mér ad kannski væri ég med heldur óhefdbundinn skilning á hugtakinu ,,ad sofa út.“
Ég rölti í gegnum rigningarúdann í áttina ad dómkirkjunni. Á leidinni dádist ég enn einu sinni ad appelsínutrjánum sem vaxa á næstum hverju torgi hér um slódir. Ég hélt adáuninni áfram yfir morgunmatnum sem innihélt medal annars nýpressadan appelsínusafa.
Eftir morgunmatinn hélt ég áfram göngu minni í átt ad dómkirkjunni. Ég hafdi ákvedid ad leita skjóls í gudshúsi undan árásum vedurgudanna.
Ég var ekki sá eini sem hafdi fengid thá hugmynd.
Ég hugleiddi ad breyta plönum mínum thví ég nennti ekki ad húka í bidröd í rigningunni. Ég ákvad hins vegar ad prófa bidrödina í smá stund. Sjá hversu hratt hún hreyfdist. Hún hreyfdist tiltölulega hratt. Ég lét thví plönin standa.
Ég rölti um kirkjuna og skodadi kirkjugripina. Ég notadi uppstyttu til thess ad dádst ad appelsínum í kirkjugardinum — sem var ad vísu enginn kirkjugardur.
Eftir ad hafa gert appelsínunum gód skil rölti ég upp í Giralda turninn. Thó skyggni gæti tæpast talist ágætt — og umtalsverd úrkoma í grennd — thá naut ég útsýnisins yfir borgina.
Ég yfirgaf skjól dómkirkjunnar og hélt á ný út í rigningarúdann. Ég thræddi mjóar göturnar í burt frá dómkirkjunni. Planid var ad finna tapas bar í hæfilegri fjarlægd frá mesta túrismanum. Thad tókst. Króketar, djúpsteiktur ostur og brokkólí, rækjubraud og svín med paprikum. Nammi nammi namm.
Ég hafdi hugsad mér ad koma vid á listasafni á leidinni heim á hótel. Safnid reyndist hins vegar lokad. Ég fékk mér thví bara síestu í stadinn. Á medan ég hvíldist breyttist rigningarúdinn í alvöru rigningu. Ég meina alvöru alvöru. Svona eins og í útlöndum.
Ég held ég leiti thví skammt yfir langt thegar ég fer ad huga ad kvöldmat.