Sevilla — Madrid ?>

Sevilla — Madrid

Himininn var blár og sólin brosti sínu breidasta thegar ég gekk út úr andyri hótelsins í Sevilla. Ég ákvad ad njóta vedurblídunnar og halda gangandi í áttina ad Santa Justa lestarsödinni.
Ég thræddi thröngar götur midbæjarins og naut thess ad láta sólina thurrka fötin sem voru heldur rök eftir látlausa rigningu sídustu daga.
Ég sökkti mér í eina jólabókina á medan lestin geystist í áttina til höfudborgarinnar — 250 kílómetra á klukkustund.
Himininn skipti litum. Úr bláum í hvítan. Úr hvítum í svartan. Thess á milli var hann gulur, raudur, grænn og blár.
Lestin renndi inn á Atocha lestarsödina í Madrid tíu mínútum á eftir áætlun. Fyrir vikid baudst RENFE ad endurgreida tíu prósent af andvirdi midans. Ég nennti ekki ad spyrjast um thad frekar med hvada hætti thessi endurgreidsla færi fram. Mig grunar ad til thess ad fá endurgreitt thurfi annad hvort ad bída í bidröd eda bída á símalínu. Ég nenni hvorugu.

Thad skiptust á skin og skúrir í Madrid. Thó meira skin en skúrir. Ég notadi tækifærid og rölti um midbæinn. Um sjöleytid byrjadi hins vegar ad hellirigna og ég ákvad thví ad skella mér á hótelid og fá mér smá pásu ádur en ég held út á ný í leit ad kvöldmat.

Skildu eftir svar