Rigning og skeggjadir arabar ?>

Rigning og skeggjadir arabar

Hann var heldur blautur annar dagurinn minn hér í Granada. Morgunskúrin var frekar léttvæg. Ég klæddi mig thví í pollagallann og fékk mér göngu um Albayzín hverfid.
Thegar leid á morguninn vard rigningin théttari. Ég flúdi thví inn á kaffihús og sat thar med kaffi í annarri og bók í hinni.
Um kvöldid skellti ég mér á Marokóskan veitingastad í Albayzín hverfinu. Thetta var notalegur stadur med arabísku yfirbragdi. Arabísk tónlist streymdi úr hátölurunum. Aljazeera var á skjánum. Stadurinn var thakinn tjöldum og púdum. Hér og hvar voru veggir skreyttir med skeggjudum brúdum. Skeggid var thykkt og mikid eins og arabar bera oft. Thad var hins vegar tvennt sem gerdi thessa araba heldur ótrúverduga. Annars vegar var skeggid skjannahvítt. Hins vegar voru their med kókakólaraudar húfur.

Maturinn var gódur. Tómatsúpa, lambakjöt og dísætt mintute á eftir. Sætur endir á blautum degi.

2 thoughts on “Rigning og skeggjadir arabar

Skildu eftir svar