25a Mitja Marató Sant Cugat
Fyrir um það bil ári síðan gerði ég merkilega tilraun sem — þvert á mínar væntingar — sýndi fram á að það borgar sig að þjálfa líkamann áður en reynt er að setja persónuleg met í langhlaupum (sjá nánar hér). Ég mætti því í morgun í Sant Cugat hálf-maraþonið með rúmlega mánaðar langt þjálfunar tímabil á bakinu. Markmiðið var hið sama og í fyrra — bæta minn besta tíma (sem var þá einnig minn versti tími). Það var hins vegar…