Hjól og sól ?>

Hjól og sól

Undanfarna viku hef ég fylgst spenntur með veðurspánni fyrir daginn í dag. Mig langaði nefnilega að skella mér í hjólatúr. Veðurspáin breyttist reglulega. Fyrst var spáð þrumuveðri. Seinna var spáð skúrum. Sólskin fylgdi í kjölfarið en breyttist svo í hálfskýjað.

Í morgun bar spánum síðan ekki saman. Ein spáði sól en önnur rigningu. Ég tók meðaltalið af þessum tveimur spám og gerði ráð fyrir skýjuðu en þurru veðri. Þó svo að sólin hafi skinið í morgun þá ákvað því að skella mér í hjólatúr í þeirri von að það myndi þykkna upp fljótlega.

Planið var að hjóla einu leiðina yfir Tibidabo sem ég hafði ekki enn hjólað. Ég hjólaði því af stað í sólinni. Eftir að hafa farið einn (hefðbundinn) útúrdúr upp og niður ranga brekku þá komst ég á rétta braut og hélt af stað upp fjallið.

Eftir tæplega klukkutíma langa hjólaferð í sólinni gafst ég hins vegar upp. Það bólaði ekkert á skýjunum og það var of heitt fyrir mig að vera að puða í sólinni. Ég snéri því til baka til Barcelona.

Hér fyrir neðan eru nokkra myndir sem ég tók á leiðinni niður.

Form Mirador de Horta  Tree  Three chimneys  From Mirador de Montbau  Lizard marks on the sidwalk

Skildu eftir svar