Óstöðug rithönd
Þrátt fyrir að það séu all nokkur ár síðan ég lærði að skrifa þá hef ég aldrei náð að þróa með mér sérstaklega stöðuga rithönd. Rithöndin breytist frá degi til dags. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á rithöndina. Það skiptir máli á hvernig pappír ég rita, hvers konar skriffæri ég hef í hönd, hvers konar undilag er til staðar, og þar fram eftir götunum. Síðast en ekki síst skiptir máli í hvernig skapi ég er — hvort ég…