Pekíng
Lennti í Pekíng rétt eftir eitt síðdegis að staðartíma í dag — laugardag
19.apríl — fjórum tímum á eftir áætlun. Ferðinni var heitið á 17. alþjóðlegu veraldarvefs ráðstefnuna (WWW’08). Ferðalagið hófst á lestarstöðinni í Barcelona rétt eftir 11 á föstudags morgni — að staðartíma. Ég lagði af stað við þriðja mann af stað til Kína. Ferðalagið gekk ágætlega til að byrja með. Það er að segja lestin renndi inn á lestarstöðina á réttum tíma.
Þegar að innritunarborðinu kom fengum við að vita að það var klukkutíma
seinkun á fluginu til London. Þar fór forgörðum stór hluti þess tíma sem við
höfðum til þess að ná tengifluginu til Pekíng. Starfsfólkið í Barcelona
sannfærði okkur hins vegar að við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Við
hefðum nægan tíma til þess að skella okkur milli flugvéla.
Seint og um síðir komumst við loftið — rúmlega klukkutíma á eftir áætlun.
Flugið gekk hratt og vel fyrir sig. Flugmaðurinn náði að vinna upp hluta
þess tíma sem fór forgörðum vegna seinkunarinnar í Barcelona. Hins vegar
fengum við að vita rétt áður en við lenntum að við myndum sennilega missa af
tengifluginu okkar. Okkar eini möguleiki væri að seinkun væri einnig á hinni
vélinni og að ferðin milli flugstöðvarbygginga gengi hratt og vel fyrir sig.
Ferðin milli flugvéla gekk hins vegar hvorki hratt né vel. Í fyrsta stað
gekk erfiðlega að tengja flugvélina við landganginn. Það þurfti því að ná í
tröppubíl og smala öllum farþegum í rútur og aka þeim að flugstöðinni. Eftir
það tók tíu mínútna ökuferð milli flugstöðvarbygginga. Að lokum þurftum við
að bíða í langri biðröð til að fara í gegnum vopnaleit.
Þegar í gegnum vopnaleitina var komið þá fengum við að vita að flugvélin
okkar væri lögð af stað til Pekíng en við gætum fengið far með Air China vél
fjórum tímum seinna. Við skelltum okkur á þá lausn. Við fengum ný
brottfaraspjöld og séð var til þess að farangrinum yrði beint yfir í Air
China vélina.
Flugið til Pekíng gekk bara vel. Engin seinkun. Maturinn var prýðilegur. Ég
náði að dotta klukkutímum saman. Ég var því sofinn — kannski ekki neitt
sérlega vel sofin — en að minsta kosti sofinn þegar við lenntum í Pekíng.
Það gekk vel að tengja vélina við landgöngubrúna. Vegabréfaskoðunin gekk
greitt. Lestin milli flugstöðvarbygginga gekk hratt og vel fyrir sig.
Farangurinn var þegar byrjaður að streyma út á færibandið þegar við komum
þangað. Þá var bara að bíða eftir okkar töskum. Við biðum. Við biðum. Við
biðum. Töskuflóðið stöðvaðist. Okkar töskur voru ekki þar á meðal.
Við fundum Air China skrifstofuna fyrir tapaðar töskur. Eftir smá æfingu í
kínensku þá tókst okkur að skýra okkar mál. Okkur var tjáð að töskurnar
myndu verða senda á hótelið um leið og væri búið að finna þær og koma þeim
til Kína.
Eftir að við vorum búnir rita okku inn á hótelið skelltum við okkur í
verslunarferð til að kaupa föt til skiptana. Röltum síðan og kíktum á
glænýja ólympíuleikfanginn í Pekíng sem er stutt frá hótelinu okkar.
Skelltum okkur síðan upp í leigubíl og fengum okkur far að Houhai vatni.
Röltum um og fengum okkur að borða.