Tapað — fundið — tapað — fundið
Ég beið í gærkvöldi spenntur eftir því að Air China myndi færa mér farangurinn minn sem týndist á leiðinni hingað til Pekíng. Ég hafði hringt fyrr um kvöldið og fengið þær fréttir að farangurinn væri fundinn og kominn til Pekíng. Honum yrði skutlað á hótelið um það bil á miðnætti. Rétt eftir ellefu er hringt úr hótel afgreiðslunni og mér tilkynnt að farangurinn væri á leiðinni upp á herbergi. Húrra! Stuttu síðar er bankað. Hótelstarfsmaður er mættur með farangur herbergisfélaga…