Browsed by
Month: apríl 2008

Tapað — fundið — tapað — fundið ?>

Tapað — fundið — tapað — fundið

Ég beið í gærkvöldi spenntur eftir því að Air China myndi færa mér farangurinn minn sem týndist á  leiðinni hingað til Pekíng. Ég hafði hringt fyrr um kvöldið og fengið þær fréttir að farangurinn væri fundinn og kominn til Pekíng. Honum yrði skutlað á hótelið um það bil á miðnætti. Rétt eftir ellefu er hringt úr hótel afgreiðslunni og mér tilkynnt að farangurinn væri á leiðinni upp á herbergi. Húrra! Stuttu síðar er bankað. Hótelstarfsmaður er mættur með farangur herbergisfélaga…

Read More Read More

Blautur í forboðinni borg ?>

Blautur í forboðinni borg

Vaknaði tiltölulega snemma í morgun eftir afar langþráðan svefn. Úti var hellirigning. Eftir morgunmatinn hélt ég til Forboðnu Borgarinnar ásamt fimm öðrum ráðstefnugestum. Hópurinn skiptist þó strax í tvo þriggja manna hópa vegna þess að leigubílstjórarnir óku okkur hvor að sínum inngangi. Við röltum því þrjú saman um borgina forboðnu í grenjandi rigningunni — vopnuð regnhlífum og myndavélum. Þrátt fyrir að göngutúrinn hafi verið afar blautur þá var hann afar ánægjulegur. Þegar við höfðum fengið nóg af forboðnum borgum þá…

Read More Read More

Pekíng ?>

Pekíng

Lennti í Pekíng rétt eftir eitt síðdegis að staðartíma í dag — laugardag 19.apríl — fjórum tímum á eftir áætlun. Ferðinni var heitið á 17. alþjóðlegu veraldarvefs ráðstefnuna (WWW’08). Ferðalagið hófst á lestarstöðinni í Barcelona rétt eftir 11 á föstudags morgni — að staðartíma. Ég lagði af stað við þriðja mann af stað til Kína. Ferðalagið gekk ágætlega til að byrja með. Það er að segja lestin renndi inn á lestarstöðina á réttum tíma. Þegar að innritunarborðinu kom fengum við…

Read More Read More

Spænsk biðraðafræði ?>

Spænsk biðraðafræði

Á undanförnum mánuðum hef ég eytt all nokkrum klukkutímum í hinum og þessum biðröðum á Spáni. Þó að biðraðirnar séu jafn misjafnar eins og þær eru margar þá er eitt forvintilegt mynstur sem er sameiginleg með mörgum biðraðanna. Mynstrið lýsir sér þannig að tvær biðraðir myndast fyrir utan dyr hálftíma til klukkutíma áður en dyrnar opnast. Fyrir utan dyrnar eru engar leiðbeiningar sem gefa til kynna að tvær biðraðir skulu myndast. Því síður eru nokkrar leiðbeiningar sem gefa til kynna…

Read More Read More

Cursa Bombers 2008 ?>

Cursa Bombers 2008

Klukkan hálf tíu var ég mættur á ráslínu tíunda slökkviliðsmanna hlaups Barcelona — Cursa Bombers 2008. Ég mætti snemma til að ná góðri stöðu á ráslínunni og þar með sleppa við hvað mestu traffíkina í byrjun hlaups. Markmiðið var að hlaupa kílómetrana tíu á fimmtíu mínútum. Fimmtíu mínútur er fínn tími til að stefna á. Sér í lagi vegna þess hversu fimm sinnum taflan er auðveld. Það er því tiltölulega auðvelt að reikna út við hvert kílómetra skilti hvernig hlaupinu…

Read More Read More

Æfingabúðir ?>

Æfingabúðir

Til þess að undirbúa mig sem best fyrir hlaup morgundagsins þá skrapp ég í tveggja daga æfingabúðir til Andorra. Þar tók ég þátt í stöngu prógrammi til þess að búa mig sem best undir hlaupið. Undirbúningurinn fólst að mestu leyti í því að borða góðan mat til þess að fylla vöðvana af orku. Auk þess gætti ég mig vel á því að drekka nóg af rauðvíni til þess að halda vöðvunum mjúkum.  Á milli mála hlustaði ég á fyrirlestra um…

Read More Read More

Hlaupið með sauðsvörtum almúganum ?>

Hlaupið með sauðsvörtum almúganum

Ég skrapp í dag og náði í skráningargögnin mín fyrir Cursa Bombers 2008. Eitt af því sem mér líkar vel við þetta hlaup er að það eru engin skráningarnúmer sem maður þarf að næla á sig. Þess í stað fær hver þáttakandi ekta Nike Fit Dry hlaupabol með áprenntuðu skráningarnúmeri. Þegar ég sótti bolinn minn og örflöguna þá áttaði ég mig á því að ég gerði svakaleg mistök. Ég gleymdi að taka með mér sönnun þess að ég hefði hlaupið…

Read More Read More