Browsed by
Month: mars 2008

Tibidabo ?>

Tibidabo

Eftir að hafa um síðustu helgi ráðist á garðinn þar sem hann er hvað lægstur og hjólað um flatlendi þá var kominn tími á að lyfta hjólreiðunum á hærra plan. Ég skrapp því í dag ásamt vinnufélaga mínum upp á Tibidabo (512m). Eftir að hafa hjólað upp á toppinn settumst við niður og fengum okkur kaffi og croissant. Eftir kaffið fannst okkur of snemmt að snúa til baka til Barcelona. Við renndum okkur niður fjallið hinum megin — niður til…

Read More Read More

Páskahjól ?>

Páskahjól

Páskadagur er tilvalinn til þess að liggja í leti uppi í sófa og borða páskaegg. Þar sem að ég átti ekkert páskaegg þá ákvað ég þess í stað að skella mér í hjólatúr. Ég hjólaði norður frá Barcelona meðfram ánni Besós. Fyrsti hluti ferðarinnar lá í gegnum ægifagurt landslag — nema ef svo einkennilega vildi til að fólk teldi brotajárnshauga, múrsteinaverksmiðjur og geymslusvæði ekki til einstakra náttúruperla. Smám saman varð léttiðnaðurinn léttari og léttari og trjánum fjölgaði. Eftir að hafa…

Read More Read More

Síðasta vika ?>

Síðasta vika

Eftir atburði síðustu viku get ég hiklaust mælt með … … að skella sér á Camp Nou og sjá Barça spila. Það er ekki amalegt að sjá leikmann með íslenskt blóð í æðum koma inn á sem varamaður og skora sigumark leiksins. Og þó. Nema kannski ef íslenska blóðið er rækilega útþynnt í líkama Jon Dahl Tomasson sem skorar sigurmark Villarreal á móti Barça. … að sjá The Cure spila á tónleikum í Palau Sant Jordi ásamt 20.000 öðrum áhagendum….

Read More Read More