Tibidabo
Eftir að hafa um síðustu helgi ráðist á garðinn þar sem hann er hvað lægstur og hjólað um flatlendi þá var kominn tími á að lyfta hjólreiðunum á hærra plan. Ég skrapp því í dag ásamt vinnufélaga mínum upp á Tibidabo (512m). Eftir að hafa hjólað upp á toppinn settumst við niður og fengum okkur kaffi og croissant. Eftir kaffið fannst okkur of snemmt að snúa til baka til Barcelona. Við renndum okkur niður fjallið hinum megin — niður til…