Kína ?>

Kína

Ég skrapp í bókabúð á leiðinni heim úr vinnunni og keypti mér eitt stykki bók um Kína. Þar með hófst undirbúningur minn fyrir Kínaferð sem framundar er hjá mér. Leiðin liggur til Pekíng í lok apríl þar sem ég mun halda fyrirlestur á sautjándu alþjóðlegu veraldarvefsráðstefnunni (WWW’08). Ég geri ráð fyrir að túrhestast smá í nokkra daga fyrir og eftir ráðstefnuna.

Áður ég held til Kína þá mun ég flakka smá um heiminn. Skelli mér til Kaliforníu í tvær vikur í febrúar. Strax í framhaldinu liggur leiðin til Hannover. Í dag kom upp sú hugmynd að senda mig til Grenoble í vikunni þar á eftir. Ég ætla hins vegar að reyna að komast hjá því að verða sendur til Lúxemborgar í mars.

Skildu eftir svar