Browsed by
Month: janúar 2008

Myndasúpa ?>

Myndasúpa

Þó að ég starfi sem vísindamaður þá er ekki þar með sagt að ég sé alla daga að fást við einhver geimvísindi. Já sæll! Eigum við að ræða það eitthvað eða? Í gær leit dagsins ljós myndasúpan — mitt fyrsta opinberlega framlag til vísindanna sem starfmaður Yahoo! Research. Um er að ræða leik sem við nokkrir vinnufélagarnir settum saman á hakkdegi (e. hack day) Yahoo! fyrr í vetur. Það er að segja, við höfðum 24 tíma til þess að búa…

Read More Read More

Hjólaöryggi ?>

Hjólaöryggi

Að vanda brunaði ég á hjólinu niður Carrer del Torrent de les Flors í morgun á  leið minni í vinnuna.  Ég naut þess að láta ferskan morgun andvarann leika um hárið. Það var eitthvað dásamlega óvenjulega ferskt við andvarann. Eitthvað mjög undarlegt. Eitthvað grunsamlega undarlegt. Það var eitthvað eins og ekki átti að vera. Eftir nokkra sekúnda umhugsun rann það upp fyrir mér að ég hafði gleymt hjólahjálminum heima. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að hjóla hér í Barcelona…

Read More Read More

Kína ?>

Kína

Ég skrapp í bókabúð á leiðinni heim úr vinnunni og keypti mér eitt stykki bók um Kína. Þar með hófst undirbúningur minn fyrir Kínaferð sem framundar er hjá mér. Leiðin liggur til Pekíng í lok apríl þar sem ég mun halda fyrirlestur á sautjándu alþjóðlegu veraldarvefsráðstefnunni (WWW’08). Ég geri ráð fyrir að túrhestast smá í nokkra daga fyrir og eftir ráðstefnuna. Áður ég held til Kína þá mun ég flakka smá um heiminn. Skelli mér til Kaliforníu í tvær vikur…

Read More Read More