Litlu jólin
VIð héldum í dag upp á litlu jólin í vinnunni. Eins og er við hæfi á litlum jólum þá skiptumst við á gjöfum. Þar sem að við "Hollendingarnir" (fólk sem er með doktorsgráðu frá Hollandi) erum sterkur þrýstihópur í vinnunni þá varð það úr að haldið var upp á litlu jólin með hollenskri aðferð. Hver lagði til tvær gjafir sem hvor kostaði um fimm evrur. Gjöfunum var síðan útdeilt af handahófi þannig að hver þáttakandi byrjaði leikinn með tvær gjafir….