Hættur að borða súpu með gaffli ?>

Hættur að borða súpu með gaffli

Eftir átta mánaða óformleaga leit fann ég í gær búð hér í Barcelónu sem selur grænt karrí, kóskósmjólk og tælensk hrísgrjón. Í tilefni þessa fundar skrapp ég á markaðinn í dag og keypti ég mér smáhumar (langostino), græna- og rauða papriku og bauaspírur. Útkoman úr þessum verslunarferðum var dásamlegur hádegismatur í dag — smáhumar í grænu karrí.

Í sömu búð og ég keypti karríið græna keypti ég mér matarprjóna. Nú get ég loksins hætt þeim heldur hallærislega sið að borða núðlusúpu með gaffli.

Skildu eftir svar