Dagbók færð aftur í tímann
Fyrir einum og hálfum mánuði síðan tók ég mér vikulangt sumarfrí. Ég skellti mér í vikulanga hjólaferð um Katalóníu. Áður en ég lagði af stað í ferðina lofaði ég nokkrum vandamönnum því að birta ferðasöguna á netinu. Ég stefni enn á það að standa við það loforð þó að skriftirnar gangi heldur hægt.
Í dag náði ég þeim stórmerka áfanga að koma fyrsta sumarfríis deginum á netið
auk þess sem ég skrifaði dagbókarfærslu sem er sjálfstætt framhald af þessum fyrsta degi sumarfríisins
Eins og áður sagði stefni ég á að halda áfram að færa dagbókina aftur í tímann og segja alla ferðasöguna. Ég held að það sé ágætis markmið að klára það verk fyir jól … eða páska … í seinasta lagi 2010.