MACBA
Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun. Draum sem var þó blákaldur veruleiki. Ég áttaði mig á því að ég hafði búið í næstum níu mánuði í Barcelona án þess að hafa skoðað helstu söfn borgarinnar. Til þess að reyna að bæta eilítið úr þeim málum þá skellti ég mér á nýlistasafnið í dag — Museu d’Art Contemporani de Barcelona (MACBA). Safnið er hið ágætasta nýlistasafn. Þar er tiltölulega mikið af abstrakt expressjónisma eftir m.a. Jackson Pollock, Mark Rothko,…