Spænska fyrir aula
Eftir að hafa búið á Spáni í rúma sjö mánuði finnst mér kominn tími á að fara að læra smá spænsku. Hingað til hefur spænskukunnátta mín einskorðast við að geta pantað mér mat á veitingastöðum. Það má því segja að spænskukunnátta mín sé upp á þó nokkra fiska (rape, bacalao, salmón, taún, sardinas, merluza, o.s.frv.). Hins vegar er ekki hægt að segja að spænskukunnátta mín sé upp á marga fiska. Ég skráði mig um daginn á byrjendanámskeið í spænsku. Eða…