Dagur eldgíganna ?>

Dagur eldgíganna

Dagurinn var tileinkaður eldgígum. Hjólaði nokkra kílómetra til suðausturs frá Olot. Lagði þar hjólinu við bílastæði mitt á milli tveggja eldgíga — Volcà de la Santa Margarida og Volcà del Croscat.

Byrjaði á því að rölta upp á Volcà de la Santa Margarida. Eldfjallið er talsvert ólíkt kollegum sínum á Íslandi. Það er skógi vaxið og í miðjum gígnum er kirkja og hross á beit.

Eldfjalla hestar
Sólkirkja
Lok, lok og læs og allt í stáli
Ermita de Santa Margarida
Ermita de Santa Margarida

Rölti þvínæst yfir að næsta eldfjalli — Volcà del Croscat. Fjallið er merkilegt fyrir þær sakir að þar var stundað mikið malarnám á síðustu öld. Fjallið var friðað undir lok síðustu aldar. Eftir stendur eldgígur sem búið er að skera eina sneið af. Fjallið er kjörið til þess að kynna sér innri gerð eldgíga.

Volcà del Croscat
Volcà del Croscat
Lagkaka
Volcà del Croscat
Olot, 8 d'abril de 1995

Eftir eldgígana gældi ég við þá hugmynd að hjóla áfram til bæjarins Santa Pau. En þar sem að það var spáð hellidembu þá ákvað ég að halda til baka til Olot. Ég ákvað að Santa Pau væri ekki bleytunnar virði ef það skyldi byrja að rigna. Eyddi síðan restinni af deginum — þurr — á rölti milli kaffihúsa í Olot. Horfði á veðurfréttir um kvöldið. Rigningu dagsins og rigningu morgundagsins hafði verið aflýst — vegna veðurs.

Skildu eftir svar