Figueres — Barcelona
Dagurinn í dag markaði endalok hjólaferðar minnar um Katalóníu. Í tilefni dagsins ákvað ég að hjóla hvorki meira né minna en tvær sérleiðir. Fyrri sérleiðin var á milli hótels og lestarstöðvar í Figueres. Sú seinni var á milli lestarstöðvar og heimilis í Barcelona. Þess á milli tók ég mér far með lest frá Figueres til Barcelona.