Browsed by
Month: september 2007

Figueres — Barcelona ?>

Figueres — Barcelona

Dagurinn í dag markaði endalok hjólaferðar minnar um Katalóníu. Í tilefni dagsins ákvað ég að hjóla hvorki meira né minna en tvær sérleiðir. Fyrri sérleiðin var á milli hótels og lestarstöðvar í Figueres. Sú seinni var á milli lestarstöðvar og heimilis í Barcelona. Þess á milli tók ég mér far með lest frá Figueres til Barcelona.

Olot — Figueres ?>

Olot — Figueres

Rétt eftir níu lagði ég af stað í síðasta eiginlega áfanga hjólaferðarinnar. Ferðinni var heitið til Figueres — heimabæjar Salvador Dalí. Samkvæmt planinu átti þetta að verða stysta og auðveldasta hjólaferðin. Það gekk eftir. Það voru engin meiriháttar fjöll á leiðinni — einungis smá hólar og hæðir, upp og niður. Mér gafst því bæði tækifæri til þess að reyna smá á kálfa og læri og til þess að bruna niður brekkur. Eftir því sem hólarnir og hæðirnar urðu fleiri fór…

Read More Read More

Dagur eldgíganna ?>

Dagur eldgíganna

Dagurinn var tileinkaður eldgígum. Hjólaði nokkra kílómetra til suðausturs frá Olot. Lagði þar hjólinu við bílastæði mitt á milli tveggja eldgíga — Volcà de la Santa Margarida og Volcà del Croscat. Byrjaði á því að rölta upp á Volcà de la Santa Margarida. Eldfjallið er talsvert ólíkt kollegum sínum á Íslandi. Það er skógi vaxið og í miðjum gígnum er kirkja og hross á beit. Rölti þvínæst yfir að næsta eldfjalli — Volcà del Croscat. Fjallið er merkilegt fyrir þær…

Read More Read More

Olot ?>

Olot

Tók því rólega í dag. Markmiðið var að safna kröftum fyrir seinustu daga ferðarinnar. Ég byrjaði daginn á eldfjalla safni Olot. Á safninu má kynnast jarðfræðinni á bak við (eða réttara sagt fyrir neðan) eldfjöll. Eldfjöllum nágrennisins eru að sjálfsögðu gerð sérstök skil. Olot er höfuðstaður Garroxta svæðisins og liggur á milli margra kulnaðra eldfjalla. Bærinn er innan þjóðgarðar sem kallast Zona Volcanica. Eftir að hafa gert eldfjöllunum skil skrapp ég á héraðs minja safnið. Safnið lýsir atvinnuháttum og listum…

Read More Read More

Montseny — Olot ?>

Montseny — Olot

Rétt fyrir sex settist ég niður á Placa Major í Olot. Búinn að hjóla annan áfanga Katalóníu hjólreiðanna, bóka mig inn á hótel og fá mér síestu. Ég pantaði mér kaffi með mjólk og eplaböku. Eplabakan var vel þegin enda hafði ég ekki haft orku til þess að fá mér miðdegismat þegar ég kom í bæinn. Ákvað þess í stað að fara beint í síestu. Ég var afar ánægður með hjólaferð dagsins. Líkt og á sunnudaginn var ferðin á mörkum…

Read More Read More

Les Agudes ?>

Les Agudes

Á seinni degi mínum í Montseny þjóðgarðinum ákvað ég að ganga eftir sömu slóð og á þeim fyrri. Þó ekki í sömu stefnu. Ég fylgdi GR 5.2 í hina áttina, meðfram Les Agudes í áttina til Turó de l’Home — hæsta tinds Montseny. Raunar eru tindarnir tveir jafn háir samkvæmt kortinu — 1706 metrar — en einhverra hluta vegna fær Turó de l’Home alltaf heiðurinn af því að vera talinn hærri. Eins og fyrri daginn lá göngustígurinn í gegnum skóglendi….

Read More Read More

Matagalls ?>

Matagalls

Ég vaknaði heldur hissa í morgun. Hissa yfir því að vera laus við harðsperrur þrátt fyir langan og erfiðan hjólatúr gærdagsins. Dagurinn virtist því tilvalinn fyrir fjallgöngu. Eftir vel útilátinn morgunmat setti ég stefnuna á Matagalls (1697m) — einn af hærri tindum í Montseny þjóðgarðinum. Leiðin lá í gegnum skóglendi upp sæmilega bratta hlíð. Hlíðin var að minnsta kosti nógu brött til þess að taka aðeins í kálfana og lærin. Ég fann það fljótt að jafnvel þótt ég væri laus…

Read More Read More

Barcelona — Montseny ?>

Barcelona — Montseny

Ég vaknaði snemma á öðrum degi í sumarfríi. Ég fékk mér kaffi og smá morgunmat áður en ég kláraði að pakka niður nokkrum flíkum og útbúa nesti. Klukkan sjö var ég kominn út á götu með hjólið mitt tilbúinn að leggja af staði í fríið. Fyrsti hluti ferðarinnar lá í gegnum norðurhluta Barcelona í átt að þjóðvegi BV-5001. Ég hafði ekki nennt að taka með mér borgarkort af Barcelona og varð því að þræða göturnar eftir minni. Ég hafði aldrei…

Read More Read More

Barcelona — Montserrat ?>

Barcelona — Montserrat

Ég var snemma á fótum á þessum fyrsta degi í sumarfríi. Ég fékk mér kaffi og með því og útbjó smá nesti. Klukkan hálf níu hitti ég svo vinnufélaga minn eins og um hafði verið samið fyrir utan dyrnar hjá mér. Það að hitta vinnufélaga snemma morguns er kannski ekki dæmigerð lýsing á fyrsta degi í símarfríi. Hljómar heldur eins og fyrsti dagur eftir sumarfrí. Það var nú hins vegar engin hefðbundin vinna sem beið okkar vinnufélaganna þennan laugardagsmorgun. Þvert…

Read More Read More