Lífið er saltfiskur
Ég bjó í tuttugu og fjögur ár á Íslandi án þess að elda nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég fann aldrei hjá mér sérstaka löngun til þess að matreiða slíkan fisk.
Eftir að hafa búið í þrjá og hálfan mánuð í Barcelona fannst mér það synd og skömm að hafa búið hér í svo langan tíma án þess að matreiða nokkru sinni íslenskan saltfisk.
Ég eldaði íslenskan saltfisk í kvöldmatinn fyrir mig og foreldrana. Matreiðslan gekk prýðisvel. Ég bauð upp á saltfisk í tómatsósu. Það er að segja, saltfisk í grænmetis sósu sem innihélt meðal annars tómata. Það er nokkuð ljóst að þetta verður ekki í síðasta sinn íslenskur saltfiskur verður á boðstólum á mínu heimili. Allavegana meðan ég bý hér í Barcelona.