Browsed by
Month: júní 2007

Kortagleypir ?>

Kortagleypir

Ég fékk mér hádegismat í dag, sem og aðra daga. Á leiðinni á veitingastað dagsins ákvað ég að skreppa í hraðbanka til þess að geta borgað fyrir matinn. Viðutan eins og ég er þá setti ég kortið mitt hugsunarlítið í þar til gerða rauf og sleppti. Ég er nú vanur því að eftir að ég sleppi kortinu þá sé vél sem tekur við því. Í dag var öldin önnur. Engin var vélin til þess að taka á móti kortinu. Þess…

Read More Read More

Lífið er saltfiskur ?>

Lífið er saltfiskur

Ég bjó í tuttugu og fjögur ár á Íslandi án þess að elda nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég fann aldrei hjá mér sérstaka löngun til þess að matreiða slíkan fisk. Eftir að hafa búið í þrjá og hálfan mánuð í Barcelona fannst mér það synd og skömm að hafa búið hér í svo langan tíma án þess að matreiða nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég eldaði íslenskan saltfisk í kvöldmatinn fyrir mig og foreldrana. Matreiðslan gekk prýðisvel. Ég bauð upp á…

Read More Read More

Montserrat ?>

Montserrat

Í tilefni þess að foreldrar eru í heimsókn þá var farið í smá ferðalag. Leiðin lá til Montserrat, fjallagarðs í nágrenni Barcelona. Í 700 metra hæð yfir sjávarmáli er Santa María de Montserrat, munkaklaustur Benediktusar munka. Klaustur þetta telst vera einn heilagasti staður Katalóníu. Mesti dýrgripur klaustursins er líkneski meyarinnar Maríu. Til þess að berja líkneskið augum þarf að ganga inn eftir hliðarskipi kirkjunnar og upp á loft yfir altarinu. Þar gengum við túrhestarnir í halarófu. Í kikjunni sjálfri fór…

Read More Read More