Kortagleypir
Ég fékk mér hádegismat í dag, sem og aðra daga. Á leiðinni á veitingastað dagsins ákvað ég að skreppa í hraðbanka til þess að geta borgað fyrir matinn. Viðutan eins og ég er þá setti ég kortið mitt hugsunarlítið í þar til gerða rauf og sleppti. Ég er nú vanur því að eftir að ég sleppi kortinu þá sé vél sem tekur við því. Í dag var öldin önnur. Engin var vélin til þess að taka á móti kortinu. Þess…