Browsed by
Month: maí 2007

Laugardagsrúnturinn ?>

Laugardagsrúnturinn

Ég hélt mig innan borgarmarkanna á laugardagshjólarúntnum að þessu sinni. Ég hjólaði um vinstrihluta borgarinnar. Leiðin lá niður að og upp á Montjuic og til baka. Stuttur og áreynslulítill túr þessa helgina. Meðfylgjandi myndir endurspegla nokkuð vel það sem fyrir augu bar á leiðinni.

Hjólaferð ?>

Hjólaferð

Þar sem að það var langt um liðið síðan ég hjólaði seinast þá taldi ég skynsamlegast að fá mér auðveldan hjólatúr í dag. Hjóla kannski niður að sjó og meðfram ströndinni. Tilvalið væri að slaka á og venjast hjólinu. Skynsemis röddin er hins vegar ekki sú rödd sem gellur hæst í mínu höfði þegar kemur að hjólaferðum. Í stað þess að taka daginn rólega á ströndinni ákvað ég þvert á móti að halda til fjalla. Nánar tiltekið skellti ég mér…

Read More Read More

Hjól á ný ?>

Hjól á ný

Eftir tvo og hálfan hjóllausan mánuð í Barcelona þá fannst mér kominn tími á að skella mér á hjól. Þó svo að neðanjarðarlestakerfið hér í borg sé í fínasta lagi þá var mér farið að kitla í iljarnar að fá að setja fæturna á pedala. Fyrr í vikunni skrapp ég til hjólasala í nágrenninu og pantaði mér eitt stykki hjól. Ég fékk það síðan afhent í dag. Æ hvað það var góð tilfinning að skella sér á hjólhestbak á ný….

Read More Read More