Bankareikningur eða nýra ?>

Bankareikningur eða nýra

Ég skrapp í bankann í morgun til þess að opna spænskan bankareikning. Það gekk barasta prýðisvel enda talaði bankastarfsmaðurinn fínustu ensku. Ég er því kominn með spænskan bankareikning. Eða það held ég allavegana.

Þó svo að bankastarfsmaðurinn talaði fína ensku þá voru allir pappírar á spænsku. Ég skrifaði bara undir hvert blaðið á fætur öðru án þess að spá nokkuð í hvað ég væri að skrifa undir. Ég reyndi ekki einu sinni rýna í pappírana enda er spænskan mín enn sem komið er ekki upp á marga fiska.

Hver veit nema þessi viðkunnanlegi bankastarfsmaður sé alræmdur svikahrappur. Kannski var ég að skrifa undir samning þess efnis að ég myndi greiða hundrað evrur á mánuði inn á hans reikning. Kannski skrifaði ég undir samning um að gefa systur hans annað nýrað mitt í vor. Hver veit? Ekki ég. Allavegana ekki fyrr en ég tek mig á í spænskunáminu.

Skildu eftir svar