Tímasetningahlutagreining
Í síðustu viku sagði ég frá því þegar ég skrapp í heimsókn til gasveitunnar og pantaði tíma fyrir gas eftirlit. Heimsóknin einkenndist fyrst og fremst af samskiptaörðugleikum vegna þess að ég er ekki enn búinn að ná góðum tökum á spænskunni. Eftir heimsóknina taldi ég þó víst að ég ætti von á eftirlitsmanni þann 19. mars 2007, milli 9 og 10. Ég byggði þann skilning að miklu leyti á því að maðurinn hjá gasveitunni hafði skrifað á blað fyrir mig…