Browsed by
Month: mars 2007

Tímasetningahlutagreining ?>

Tímasetningahlutagreining

Í síðustu viku sagði ég frá því þegar ég skrapp í heimsókn til gasveitunnar og pantaði tíma fyrir gas eftirlit. Heimsóknin einkenndist fyrst og fremst af samskiptaörðugleikum vegna þess að ég er ekki enn búinn að ná góðum tökum á spænskunni. Eftir heimsóknina taldi ég þó víst að ég ætti von á eftirlitsmanni þann 19. mars 2007, milli 9 og 10. Ég byggði þann skilning að miklu leyti á því að maðurinn hjá gasveitunni hafði skrifað á blað fyrir mig…

Read More Read More

Súkkulaðihlaup ?>

Súkkulaðihlaup

Hlaupatúr dagsins var í tvennu lagi. Fyrst hljóp ég niður í bæ. Þar hitti ég nokkra vinnufélaga sem ég hafði mælt mér mót við. Við hlupum síðan saman tæplega níu kílómetra fram og til baka meðfram ströndinni. Eftir hlaupin settumst við niður á kaffihúsi og fengum okkur kaffi og súkkulaðitertu með súkkulaðisósu til þess að reyna að ná til baka kaloríunum sem töpuðust á hlaupunum. Eftir súkkulaðitertuna var ég ekki í formi til að hlaupa aftur heim (þetta var greinilega…

Read More Read More

Alþjóðafulgvallarháskólasamfélag ?>

Alþjóðafulgvallarháskólasamfélag

Ég las frétt á mbl.is um að náðst hafi samkomulag milli Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Háskóla Íslands um ,,… að efla alþjóðlegt háskólanám hérlendis, byggja upp háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli og laða þangað erlenda nemendur og kennara …“ Mér líst vel á markmið samkomulagsins um eflingu alþjóðlegs háskólanáms. Hins vegar fæ ég ekki með nokkru móti skilið hvers vegna þarf að byggja upp háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli. Ég man eftir því að þegar ég var í Háskólanum þá kvörtuðu líffræðinemar — skiljanlega —…

Read More Read More

Gas ?>

Gas

Eitt af því sem fylgdi íbúðinni minni hér í Barcelona var bréf frá gasveitunni. Í bréfinu segir að gas eftirlitsmaður hafi komið í heimsókn en komið að tómum kofanum. Í bréfinu er gefið upp símanúmer til þess að semja um heppilegri heimsóknartíma. Mér hefur þetta númer ekki þótt árennilegt enda næsta víst að ég tala ekki sama tungumál og sá sem svarar. Gasleiðslurnar mínar eru því óskoðaðar. Ég ákvað í dag að gera eitthvað í málunum. Ég skrapp á skrifstofu…

Read More Read More

Bankareikningur eða nýra ?>

Bankareikningur eða nýra

Ég skrapp í bankann í morgun til þess að opna spænskan bankareikning. Það gekk barasta prýðisvel enda talaði bankastarfsmaðurinn fínustu ensku. Ég er því kominn með spænskan bankareikning. Eða það held ég allavegana. Þó svo að bankastarfsmaðurinn talaði fína ensku þá voru allir pappírar á spænsku. Ég skrifaði bara undir hvert blaðið á fætur öðru án þess að spá nokkuð í hvað ég væri að skrifa undir. Ég reyndi ekki einu sinni rýna í pappírana enda er spænskan mín enn…

Read More Read More

Upphlaup ?>

Upphlaup

Ég hef ekki gert mikið af því að hlaupa síðan ég flutti hingað til Barcelona. Þangað til í dag hafði ég hlaupið samtals núll kílómetra um borgina. Á síðusta mánuðinum mínum í Amsterdam hljóp ég heldur ekki neitt. Í dag voru því um það bil sex vikur síðan ég hjóp seinast. Ég varð því að gera eitthvað í málunum — ég fór út að hlaupa. Hlaupatúrinn gekk svona upp og niður. Það var þó ekki æfingarleysið sem hafði mest að…

Read More Read More

Aðlögun ?>

Aðlögun

Nú stend ég á tímamótum í lífinu. Er fluttur í nýja borg í nýju landi, byrjaður í nýrri vinnu, er að byrja að læra ný(tt) tungumál, og kynnast nýjum menningarheimi. Það eru því spennandi stundir framundan hjá mér. Það fyrsta sem ég þarf að gera er að reyna að venjast tímamismuninum á milli Amsterdam og Barcelona. Báðar borgir eru á mið-evrópu tíma. Ég þarf því ekkert að breyta klukkunni á farsímanum mínum. Hins vegar er talsverður tímamismunur á milli borganna….

Read More Read More