Katalónskukennsla ?>

Katalónskukennsla

Ég átti stefnumót við Láru í Barcelona klukkan níu í morgun. Þar sem ég vissi ekki hvernig Lára leit út þá gekk ég upp að næstu konu sem leit út fyrir að vera að bíða og spurði: ,,Lára?“ Konan leit á klukkuna og svaraði: ,,Son las nueve“. Þá veit ég það. ,,Son las nueve“ þýðir á spænsku/katalónslu ,,nei ég er ekki Lára!“ Ég skil nú samt ekki hvers vegna konan leit á klukkuna. Kannski á hún erfitt með að muna nafnið sitt og er með það grafið á úrið.

Skildu eftir svar