Browsed by
Month: febrúar 2007

Katalónskukennsla ?>

Katalónskukennsla

Ég átti stefnumót við Láru í Barcelona klukkan níu í morgun. Þar sem ég vissi ekki hvernig Lára leit út þá gekk ég upp að næstu konu sem leit út fyrir að vera að bíða og spurði: ,,Lára?“ Konan leit á klukkuna og svaraði: ,,Son las nueve“. Þá veit ég það. ,,Son las nueve“ þýðir á spænsku/katalónslu ,,nei ég er ekki Lára!“ Ég skil nú samt ekki hvers vegna konan leit á klukkuna. Kannski á hún erfitt með að muna…

Read More Read More

Pappakassar ?>

Pappakassar

Ég varð mér í gær úti um nokkra pappakassa og byrjaði að pakka saman mínu hafurtaski. Dagar mínir hér í Amsterdam verða brátt taldir. Það er kominn tími til að flytja sig um set — færa sig aftar í stafrófsröð borga í útlöndum. Ég fer þó ekki langt aftur í stafrófið. Ég mun setja stefnuna suður á bóginn. Nánar tiltekið til Spánar. Enn nánar tiltekið til Barcelona. Nánar get ég ekki tiltekið að sinni. Ég á nefnilega eftir að finna…

Read More Read More