Browsed by
Month: janúar 2007

Flásaga ?>

Flásaga

Andrew Losowsky er breskur blaðamaður, rithöfundur, og ljósmyndari. Undanfarin tvö á hefur hann unnið að verkefninu Flicktion: Doorbells of Florence sem fólst í því að taka ljósmyndir af dyrabjöllum í Flórens, setja myndirnar á flickr og skrifa smásögu um hverja mynd (flickr + fiction = flicktion). Verkefninu er nú lokið og hafa sögurnar verið gefnar út á bókarformi. Eftir að hafa notið þess að lesa nokkrar af flásögum (flickr smásögum) Andrews ákvað ég í morgun að spreyta mig á að…

Read More Read More

Ljósmyndaminni ?>

Ljósmyndaminni

Undanfarna daga hef ég af og til dundað mér við að flytja ljósmyndaalbúmin mín yfir í Flickr — smellið hér til þess að sjá afraksturinn. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við Flickr er hversu auðvelt er að koma myndunum sínum á kortið — það er að segja svo fremi sem maður veit hvar myndirnar voru teknar. Ég eyddi talsvert miklum tíma í það um helgina að reyna að staðsetja myndirnar mínar. Erfiðasta verkefnið var að koma Cagliari á…

Read More Read More

Jólabókarýni ?>

Jólabókarýni

Nú þegar jólin eru að baki er ekki úr vegi að rýna jólabækurnar. Ég las þrjár bækur í jólafríinu: Arnald, Yrsu og Ævar Örn. Yrsa og Ævar stóðu fyrir sínu. Þau töfruðu fram það sem af þeim var vænst. Þau reiddu fram sögur sem gott er að lesa í jólafríi. Áreynslulausa afþreyingu. Sagan hefst á fyrstu blaðsíðu og henni lýkur á þeirri síðustu. Þess á milli rennur sagan ljúft niður. Vel smurð af spennu. Að lestri loknum situr lesandinn eftir…

Read More Read More