Blogg ársins ?>

Blogg ársins

Í tilefni áramóta ákvað ég að kíkja á bloggfærslur ársins og taka saman hvað bar hæst á árinu. Helsta niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að ég bloggaði næstum ekkert á árinu. Þ.e. ég skrifaði einungis 23 bloggfærslur (þessi bloggfærsla er númer 24). Kannski að ég heiti því að blogga meira á nýju ári.

Tvö viðfangsefni voru mér meira hugleikin en önnur á árinu. Sex af bloggfærslum ársins fjölluðu um hlaup og fjórar um doktorsritgerð. Önnur viðfangsefni komust ekki á blað oftar en tvisvar. Áðurnefnd viðfangsefni tengjast tveimur af helstu afrekum mínum á árinu 2006 — hlaupum og ritgerðarskrifum.

Ég hljóp alls 612 kílómetra á árinu. Hápunktur hlaupaársins var vafalaust þátttaka mín í Amsterdam maraþoninu, þar sem ég náði að hlaupa hálft maraþon á innan við tveimur klukkustundum.

Seinna afrek ársins var að ég skrifaði skrifaði og varði doktorsritgerðina mína. Þar með lýkur að öllum líkindum dvöl minni í Amsterdam. Ég á að vísu enn eftir að finna mér vinnu. Ég redda því á næsta ári.

Skildu eftir svar