Blogg ársins
Í tilefni áramóta ákvað ég að kíkja á bloggfærslur ársins og taka saman hvað bar hæst á árinu. Helsta niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að ég bloggaði næstum ekkert á árinu. Þ.e. ég skrifaði einungis 23 bloggfærslur (þessi bloggfærsla er númer 24). Kannski að ég heiti því að blogga meira á nýju ári. Tvö viðfangsefni voru mér meira hugleikin en önnur á árinu. Sex af bloggfærslum ársins fjölluðu um hlaup og fjórar um doktorsritgerð. Önnur viðfangsefni komust ekki á blað…