Hálf-harðsperrur
Ó ó ó ó ó ó æ æ æ æ æ æ æ á á á á á á á. Ég er með harðsperrur.
Þó að oft sé erfitt að leiða út orsakasamband frá fylgni þá tel ég næsta víst að harðsperrur dagsins tengist þátttöku minni í Amsterdam maraþoninu í gær — eða öllu heldur þátttöku minni í Amsterdam hálf-maraþoninu. Ég hljóp þar mitt fyrsta — opinbera — hálf-maraþon.
Ég er nokkuð sáttur við mína frammistöðu í hlaupinu. Takmarkið var að klára hlaupið á innan við tveimur tímum. Það tókst! Ég hljóp á 1:58:11. Ég er einnig afar ánægður með að hafa náð að hlaupa allt hlaupið á nokkuð jöfnum hraða. Einnig hafði ég orku til að taka smá sprett á síðustu metrunum eftir að ég kom inn á ólympíuleikvanginn.
Þrátt fyrir harðsperrurnar þá er ég ákveðinn í að gera þetta einhvern tíman aftur. Hver veit nema ég skelli mér á heilt maraþon á næsta ári.
2 thoughts on “Hálf-harðsperrur”
Nokkuð vel af sér vikið !! Til hamingju með árangurinn … þá er það bara heilmaraþon næst undir 4 tímum.
mkv
Valdi
Tvímælalaust … maraþon undir fjórum er borðliggjandi sem næsta markmið