Hyllingar á hlaupum
Eins og venjan er á laugardögum þá fór ég í morgun út að hlaupa. Á dagskránni voru átján kílómetrar. Er ég hafði hlaupið um stund velti ég því fyrir mér hvort ég hefði drukkið nógu mikinn vökva um morguninn. Eftir stutta umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega hefði ég ekki drukkið nógu mikið til þess að ná markmiði mínu. Ég var hræddur um að þorna upp áður en ég næði að hlaupa kílómetrana átján. Samt sem áður hélt…