Útlendingur frá framandi menningarheimi
Í tilefni þess að ég hef nú búið í Hollandi í rúm fimm og hálft ár þá fannst mér við hæfi að leggja mat á það hversu vel ég hef náð að aðlagast hollensku samfélagi. M.ö.o. þá var ég í dag leiður á ritgerðarskrifum og ákvað því eyða nokkrum mínútum í að taka persónuleikapróf á netinu. Prófið nefnist De Nationale Inburgering Test og er eftirlíking prófs sem lagt er fyrir útlendinga sem sækja um hollenskt ríkisfang. Prófinu er ætlað að…