Roetersrun ?>

Roetersrun

Ég tók í dag þátt í fyrsta (árlega) Roetershlaupinu. Hlaupið var rúmlega fjóra hringi í kringum einn háskóla kampusinn. Alls fimm kílómetra. Erfiðasti hluti brautarinnar var yfir tvær heldur brattar brýr. Í upphafi hlaupsins var varað við því að bíl væri lagt upp við enda annarar brúarinnar. Það reyndist hins vegar mögulegt að fjarlægja bílinn í tæka tíð. Hins vegar gerðist það um miðbik hlaupsins að tankbíll mætti á svæðið til þess að fylla á byrgðir efnafræðideildarinnar. Það þurfti því að leggja smá sveig á hlaupaleiðina.

Ég vann nú ekki til neinna opinberra verðlauna. Ég er þó ekki frá því að ég hafi verið fyrstur í flokki rétthentra starfsmanna háskólans sem nota tölvu mús með vinstri hendi. Einhverra hluta vegna voru hins vegar ekki veitt verðlaun fyrir þann flokk. Ég er annars afar ánægður með hlaupið. Ég hljóp fimm kílómetrana á 24 mínútum og einnni sekúndu. Ég var rúmum tveimur mínútum sneggri en ég hafði áætlað.

Skildu eftir svar